Mannauðsstjórnun - Ísafjörður
Tekin eru fyrir undirstöðuatriði í mannauðsstjórnun og þátttakendum gerð grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar sem hluta af rekstri fyrirtækja og stofnana. Lögð er áhersla á að styrkja stjórnendur í því ábyrgðarhlutverki að vera með mannaforráð. Þá er mikil áhersla lögð á að gera þátttakendum kleift að yfirfæra það sem kennt er á dagleg störf.
Stefnur og menning
Mannauðsstjórnun, verkefni og þroskastig
Stefnumótun og mannauðsstefna
Breytingarstjórnun
Vinnustaðamenning
Stjórnun og mannauður
Stjórnandinn og leiðtoginn
Að stýra fólki, aðferðir og áhrif
Mannlegi þátturinn, samskipti og erfið starfsmannamál
Skipulag og árangur í starfi
Starfsþróun og starfsánægja
Starfsþróun
Fræðsla og þjálfun
Móttaka nýliða
Starfsánægja og hvatning
Ráðningar og starfsmannavelta
Starfsgreiningar og starfslýsingar
Ráðningar
Starfsmannavelta
Starfsmanna-/frammistöðusamtöl
Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.
Hæfniviðmið
Að þátttakendur tileinki sér grunnatriðið í mannauðsstjórnun.
Að gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi mannauðsstjórnunar í rekstri fyrirtækja og stofnana.
Að þátttakendur geti yfirfært það sem kennt er á dagleg störf.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta.Helstu upplýsingar
- Tími2 skipti, fimmtudagana: 9. og 16. maí frá kl. 09:00 - 16:00.
- Lengd14 klst.
- UmsjónRagnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
- StaðsetningFræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgata 12, 400 Ísafjörður.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja efla sig í mannauðsstjórnun (millistjórnendur, hópstjórar, mannauðstjórar, vaktstjórar og svo famvegis).
- Gott að vitaStarfsmennt greiðir fyrir aðildarfélaga sína, aðrir þurfa að skrá sig beint hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frmst.is
- MatMæting
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 09.05.2019 | Mannauðsstjórnun | 09:00 | 16:00 | Ragnar Matthíasson |
| 16.05.2019 | Mannauðsstjórnun | 09:00 | 16:00 | Ragnar Matthíasson |