Ísafjörður - Tölvuöryggi
Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.
Hæfniviðmið
Eftirfarandi spurningar er á meðal þess sem við leitumst við að svara á námskeiðinu:
Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt?
Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim?
Hvað er "malware" hvernig á að verjast þeim?
Hvað er "ransomware" og er hægt að verjast því?
Hvernig þekkjum við falskar vefsíður?
Hvernig má þekkja falska tölvupósta?
Hvernig geri ég þráðlausanetið mitt öruggara?
Fyrirkomulag
Námskeiðið er í fyrirlestraformi og með sýnikennslu.Helstu upplýsingar
- TímiFöstudaginn 14. feb. frá kl. 9:00-12:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónHermann Jónsson, microsoft sérfræðingur.
- StaðsetningFræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurSkráning hjá Starfsmennt til 7. feb. kl. 09:00. Fyrir aðildarfélagar Starfsmenntar, t.d FosVest, Sameyki (áður SFR), Kjölur. ATH þetta gildir ekki um þá sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða. Aðrir skrá sig á heimasíðu Fræðslumiðstöð Vestjarða.
- Gott að vitaGert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með sínar eigin tölvur.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
14.02.2020 | Ísafjörður - Tölvuöryggi | 09:00 | 12:00 | Hermann Jónsson, microsoft sérfræðingur. |