Tæknifærni og tæknilæsi - Viltu skilja tæknina betur? Kl. 13-16

Ef þú vilt skilja tækni og hugbúnað betur þá er þetta námskeið fyrir þig!

Þátttakendur fá kynningu á hvernig vélbúnaður og hugbúnaður vinna saman.

Fjallað verður um hvað þarf að hafa í huga þegar búnaðurinn er valinn svo hann samræmist þörfum notanda.

Einnig verður farið í vistun og afritun gagna og hvernig eigi að bregðast við ef hugbúnaðurinn tilkynnir um villu.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar. 

Námskeiðið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:

 • Íhlutum tölvu, eins og hörðum diski, örgjörva og skjákorti
 • Mismunandi tegundum tækja (t.d. þjónar, tölvur, snjalltæki) sem notuð er í upplýsingatækni
 • Hlutverki og takmörkunum mismundandi tækja
 • Hlutverki og takmörkunum mismundandi hugbúnaðar
 • Hvernig og hvort hugbúnaður og vélbúnaður geta unnið saman
 • Helstu möguleikum á vistun gagna og afritun gagna
 • Merkingu villumeldinga og að bregðast þarf við þeim

Þátttakandi verður leikinn í að:

 • Velja vélbúnað út frá notkun og þörfum
 • Velja hugbúnað út frá þörfum og því tæki sem hugbúnaðurinn vinnur með
 • Velja vistunarstað gagna út frá möguleikum um aðgengi
 • Geta lesið villumeldingar og metið næstu skref

Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:

 • Nýta viðeigandi vélbúnað eftir verkefni og aðstæðum
 • Vinna með hugbúnað sem hæfir viðfangsefninu
 • Vista og afrita gögn eftir því sem við á og í samræmi við verkferla eða vinnuvenjur
 • Bregðast við villumeldingum á réttan hátt til að lágmarka hindranir í vinnslu

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 11., miðvikudagur 13. og mánudagur 18. október kl. 13:00-16:00
 • Lengd
  9 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  49.500 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla tæknifærni og tæknilæsi
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting og virkni á námskeiðinu

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
11.10.2021Tæknifærni og tæknilæsi 13:0016:00Hermann Jónsson
13.10.2021Tæknifærni og tæknilæsi13:0016:00Sami kennari
18.10.2021Tæknifærni og tæknilæsi13:0016:00Sami kennari