Þróttur Borgarnes - Fjölmenning og siðir
Á námskeiðinu er fjallað um fjölmenningarleg samfélög og hvað einkennir þau. Rætt er um stöðu nýbúa og hvernig það er að setjast að á nýjum stað.Sérstök áhersla er lögð á hvernig börn og unglingar upplifa slíka flutninga.
Markmið námskeiðsins er að skapa umræðu hjá starfsmönnum og reyna að auka skilning á ólíkum siðum, venjum og hegðun mismunandi hópa með það fyrir augum að tryggja öryggi gesta.
Sérstök áhersla verður á hvernig fordómar og menningarmismunur getur birst í íþróttamannvirkjum, s.s. sturtum og sundlaugum.
Meðal spurninga sem reynt er að svara eru:
- Hvað eru fordómar?
- Hvernig þekki ég fordóma hjá sjálfum mér og öðrum?
- Hvernig á að takast á við fordóma og eyða þeim?
Hæfniviðmið
Að auka meðvitund þátttakenda um fjölmenningarlegt samfélag.
Að fá þátttakendur til að setja sig í spor nýbúa og útlendinga.
Að auka skilning þátttakenda á ólíkum menningarheimum.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- Tími6. maí frá kl. 13-16.
- Lengd3 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
- StaðsetningHótel B59, Borgarbraut 59, Borgarnesi.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- Mat100% mæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
06.05.2020 | Fjölmenning og siðir | 13:00 | 16:00 | Margrét Reynisdóttir |