Fjársjóður Google og vefgerð - Vefnámskeið
Á þessu skemmtilega námskeiði er farið vítt og breytt í umfjöllum um öflug og ókeypis verkfæri frá Google og fleirum, með áherslu á raunhæfa notkun í starfi, námi og leik.
Við skoðum tól eins og Google Sites til vefsíðugerðar, Google Docs, sem inniheldur m.a. ritvinnslu og töflureikni með mörgum áhugaverðum möguleikum sem fyrirfinnast ekki í Word og Excel.
Einnig skoðum við Google Calendar til skipulagningar og utanumhalds en það ásamt öðrum verkfærum Google hafa marga einstaka eiginleika við hópvinnu þar sem margir þurfa að skiptast á upplýsingum. Meðal annarra verkfæra sem verða skoðuð eru Google translate, Google Alerts, Google Desktop, Google Groups, Google Apps, Gmail, iGoogle ásamt fleirum.
Námsþættir:
- Vefsíðugerð með Google Sites. Unnið með síður, texta og myndir.
- Innsláttarform, myndbönd og gallerí. Google Calendar & Gmail.
- Google Docs, Google Drive, Youtube & vef-kannanir. Samþætting Google verkfæra við vefsiðu.
Kennari hefur samband við alla skráða þátttakendur þann dag sem námskeið hefst. Það er þó opið fyrir skráningar alla fyrstu vikuna.
Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.
Hæfniviðmið
Grunnþekking á fjölbreyttum verkfærum Google.
Þekking til þess að nýta verkfærin til gagns í lífi og starfi.
Aukin færni í notkun vefforrita.
Fyrirkomulag
Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.Helstu upplýsingar
- Tími13. mars. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
- StaðsetningVefnámskeið.
- TegundFjarnám
- Verð33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámið hentar öllum sem vilja læra að nýta ýmis verkfæri frá Google.
- Gott að vitaVefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
13.03.2020 | Vefsíðugerð með Google Sites. Unnið með síður, texta og myndir. | Bjartmar Þór Hulduson |
18.03.2020 | Innsláttarform, myndbönd og gallerí. Google Calendar & Gmail. | Bjartmar Þór Hulduson |
25.03.2020 | Google Docs, Google Drive, Youtube & vef-kannanir. Samþætting Google verkfæra við vefsiðu. | Bjartmar Þór Hulduson |