Almennir bókarar - Opni háskólinn í Reykjavík - Fjarnám
Markmið námsins er að auka færni þátttakenda í bókhaldi og er áhersla lögð á að námið nýtist um leið í starfi. Farið verður meðal annars yfir skatta og skoðað hvernig upplýsingatækni getur gagnast þeim sem starfa við bókhald. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af bókhaldsstörfum eða þekki vel grundvallaratriði í bókhaldi áður en námið hefst.
I. hluti: Reikningshald
Farið verður í gegnum hlutverk bókara, tilgang bókhalds og bókhaldslögin kynnt. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta fært bókhald eftir fylgiskjölum og vera færir um að vinna við bókhald undir verkstjórn.
II. hluti: Skattskil
Farið verður í gegnum hagnýt atriði er varða skattskil einstaklinga með atvinnurekstur, s.s. staðgreiðslu, tekjuskráningu, reikningaútgáfu, rekstrarkostnað og virðisaukaskatt (út- og innskatt), skattskyldu og undanþágu.
III. hluti: Excel
Í upplýsingatækni verður kennd notkun á Excel við bókhald. Farið verður yfir almenna notkunarmöguleika forritsins ásamt því að þátttakendum verður kennt að setja upp töflur, nota formúlur og ýmislegt fleira sem tengist notkun þess í daglegu lífi og starfi.
Stór hluti kennslunnar byggir á verkefnum sem farið verður yfir í tímum.
Gert er ráð fyrir því að þátttakendur hafi með sér tölvu í Excel hluta námsins.
Eftirfarandi er meðal þess sem kennt verður:
Bókhaldslögin
Grunnhugtök í bókhaldi
Uppsetning bókhaldslykla
Bókun tekna og kostnaðar
Launabókhald: Útreikningur launa, launaseðlar, lífeyrissjóður og skattar
Viðskiptamannabókhald
Lánadrottnabókhald
Afstemmingar og frágangur
Ársreikningar
Aðrar mikilvægar upplýsingar sem hafa ber í huga:
Ekki verður farið í grundvallaratriði bókhalds nema að litlu leyti. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með einhverja þekkingu á bókhaldi áður en námið hefst. Í raun má segja að námið sé einskonar undirbúningur fyrir námið "Viðurkenndir bókarar".
Innihald námsins getur breyst lítilega án fyrirvara.
Ekki er í boði að sitja hluta námsins.
Allir sem skrá sig hjá Starfsmennt, þurfa líka að skrá sig hjá Opna háskólanum.
Hæfniviðmið
Að auka færni þátttakenda í bókhaldi og að námið nýtist í starfi.
Fyrirkomulag
Fyrirlestrar og verkefni í tímum.Helstu upplýsingar
- TímiNámið hefst 13. febrúar 2019.
- Lengd48 klst.
- UmsjónLúðvík Þráinsson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, Helga Hauksdóttir héraðsdómslögmaður hjá Land lögmönnum og Guðmundur Ingólfsson löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte.
- StaðsetningOpni háskólinn í HR Menntavegi 1 101 Reykjavík
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurFyrir þá sem hafa einhverja reynslu af bókhaldi og/eða vilja undirbúa sig fyrir Viðurkenndan bókara. Eingöngu fyrir félagsmenn.
- Gott að vitaAðeins fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar, öðrum er bent á að skrá sig hjá Opna háskólanum í Reykjavík.
- MatVerkefnaskil.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is555-0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
|---|---|---|
| 13.02.2019 |