Jafnlaunastaðall: III. Gerð verklagsreglna og annarra skjala í gæðakerfum
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Samkvæmt lögunum skal jafnlaunavottun byggjast á Jafnlaunastaðlinum ÍST 85.
Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Skipulag og framsetning skjala í gæðakerfum er mikilvæg. Verklagsreglur, vinnulýsingar, gátlistar og eyðublöð eru skjalaform sem þekkt eru í gæðakerfum og gegna mikilvægum hlutverkum í framsetningu og skipulagi gæðastjórnunar.
Á þessu námskeiði verður lögð áhersla á gerð verklagsreglna en einnig verður farið inn á hvernig best er að setja upp önnur skjöl gæðakerfis s.s. vinnulýsingar, eyðublöð og gátlista. Fjallað verður um það hvers vegna uppsetning þessara skjala þarf að vera með ákveðnum hætti og skýrð út sérstaða þessara skjala í skjalakerfum fyrirtækja.
Skráningu (fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar) lýkur 30.sept. kl.10:00.
Hæfniviðmið
Að öðlast færni til að setja fram verklagsreglur með þeim hnitmiðuðu lýsingum sem þurfa að koma fram í verklagsreglum.
Að fá skilning á skjölum í gæðakerfum.
Að öðlast skilning á því, með hvaða hætti skjöl gæðakerfis eru frábrugðin öðrum almennum skjölum.
Að geta að námskeiði loknu, sett fram verklagsreglu í hvaða gæðakerfi sem er.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er hluti af röð fimm sjálfstæðra námskeiða sem byggjast á námsskrá velferðarráðuneytisins og er heppilegt að taka námskeiðin í tímaröð.
Helstu upplýsingar
- TímiMánudaginn 16. sept. kl. 13:00 - 16:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónGuðmundur S. Pétursson, rafmagnstæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað forstöðumönnum, mannauðsstjórum, gæðastjórum og öðrum þeim sem ætlað er að stýra eða gegna ábyrgðarhlutverki við innleiðingu .
- Gott að vitaStarfsmennt greiðir námskeiðið fyrir aðildarfélaga. Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst.
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesmennt(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 16.09.2019 | Á námskeiðinu er fjallað um: | 13:00 | 16:00 | Guðmundur S. Pétursson, rafmagnstæknifræðingur og ráðgjafi í gæða-og öryggismálum |
| 16.09.2019 | Hvernig á að setja upp verklagsreglur þannig að framsetningin verði hnitmiðuð og skýr. | 13:01 | 13:01 | Guðmundur Svanberg Pétursson |
| 16.09.2019 | Hvað þarf að koma fram í verklagsreglum og hvers vegna. | 13:02 | 13:02 | Guðmundur Svanberg Pétursson |
| 16.09.2019 | Hvernig er best að setja önnur skjöl upp, þannig að virkni þeirra verði eins og til er ætlast. | 13:03 | 13:03 | Guðmundur Svanberg Pétursson |
| 16.09.2019 | Þær reglur sem gæðakerfin kalla eftir í skráningu og uppsetningu á þeim skjölum sem nauðsynleg eru í virku gæðakerfi. | 13:04 | 13:04 | Guðmundur Svanberg Pétursson |
| 16.09.2019 | Hvernig hægt er að verða við þessum kröfum í hvaða gagnabrunni (gæðakerfi) sem er. | 13:05 | 13:05 | Guðmundur Svanberg Pétursson |