Dómstólasýslan | Grunnatriði í fjármálum heimila

Aukin áhættuvitund um fjármál heimilisins getur létt fjárhagslega skuldbindingar síðar meir.

Markmiðið með námskeiðinu er draga fram helstu áhættuþætti í fjármálum heimila og efla þannig fjármálavitund þátttakenda. Meðal annars verður farið yfir lánsfjármögnun, sparnaði, tryggingar og lífeyrisiðgjöld.

Flest þurfa á einhverjum tímapunkti að velta fyrir sér hvort eigi að taka verðtryggt eða óverðtryggt lán eða hvort eigi að velja jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.

Jafnframt verður velt upp ýmsum spurningum sem tengjast fjármálum heimilanna, til dæmis:

 • Hvar er gott að geyma sparnaðinn?
 • Hvaða áskriftir á heimilið að vera með?
 • Hvaða tryggingar er rétt að kaupa?
 • Er rétt að greiða í séreignarlífeyrissparnað?
 • Í hvaða lífeyrissjóð á að greiða?

Hæfniviðmið

Að auka meðvitund um fjármál heimilisins.

Að auka hæfni til að koma auga á áhættu og veikleika.

Að auka þekkingu til að dreifa áhættu.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 19. apríl kl. 14:00 - 16:00
 • Lengd
  2 klst.
 • Umsjón
  Eggert Þröstur Þórarinsson aðstoðarframkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Zoom
 • Tegund
  Streymi
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Starfsfólk Dómstólasýslunnar
 • Gott að vita
  Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiðir fyrir aðra. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðuð hafa verið á það.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
19.04.2023Grunnatriði í fjármálum heimila14:0016:00Eggert Þröstur Þórarinsson