Stýrikerfi – Viltu stilla tækin eftir þínum þörfum? Kl. 09- 12

Á námskeiðinu fá þátttakandur kynningu á helstu stýrikerfum, hlutverki þeirra og tengingu við tæki.

Farið verður í stillingar á notendaviðmóti og hvernig þátttakandi getur stillt viðmót í samræmi við sínar þarfir.

Fjallað verður um aðgangsstýringar, uppfærslur og hvernig stýrikerfi vinna saman.

Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.

Námskeiðið byggir á námskránni Tæknilæsi og tölvufærni – Vinnuumhverfi samtímans og er í boði Starfsmenntar og Framvegis.

Hæfniviðmið námsþáttar

Þátttakandi öðlast þekkingu og skilning á:

 • Helstu stýrikerfum, eiginleikum þeirra og viðmóti.
 •  Algengustu stillingum á notendaviðmóti ólíkra stýrikerfa og að þær geta verið mismunandi milli kerfa.
 • Takmörkunum ólíkra stýrikerfa, t.d. varðandi framboð forrita sem hægt er að setja upp á stýrikerfi.
 • Að stýrikerfi uppfylla ólíkar þarfir og bjóða upp á mismunandi notkunarmöguleika.

Þátttakandi öðlast leikni í að:

 • Geta stillt viðmót stýrikerfis þannig að það verði notendavænt fyrir viðkomandi.

Þátttakandi nýtir sér námskeiðið til að:

 • Meta og nota stillingar notendaviðmóts stýrikerfis sem auka skilvirkni og henta vinnuumhverfi.
 • Átta sig á hvaða þáttum stýrikerfis hann getur haft stjórn á og hverjum ekki.

Fyrirkomulag

Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Fimmtudagur 21. og þriðjudagur 26. október kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  6 klst.
 • Umsjón
  Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
 • Staðsetning
  Í húsnæði Framvegis
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  33.000 kr.
 • Markhópur
  Fyrir alla sem vilja efla skilning á stýrikerfum og stillingum stýrikerfa
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  Mæting og virkni á námskeiðinu

Gott að vita

Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
21.10.2021Stýrikerfi09:0012:00Hermann Jónsson
26.10.2021Stýrikerfi09:0012:00Sami kennari