St.Rv. - Gott að vita - Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi

Langar þig til að vera jákvæðari og glaðari? Viltu fá hugmyndir um hvað þú getur gert til að auka hamingju og vellíðan þína? Á námskeiðinu verða kynntar rannsóknir jákvæðrar sálfræði á því sem einkennir einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífi sínu. Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun á því sem gengur vel í lífinu og gerir lífið þess virði að lifa því. Jákvæð sálfræði snýst ekki um að afneita erfiðleikum og því sem illa gengur heldur að einblína frekar á það jákvæða. Góð líðan eða aukin hamingja leiðir til betri heilsu, meiri sköpunar, betri tengsla, langlífis og bættrar frammistöðu.

Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, 
en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna. 

Hæfniviðmið

Að þátttakendur kynnist leiðum til að auka hamingju og vellíðan.

Fyrirkomulag

Námskeið.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    7. nóvember 2018, frá kl. 18:00-21:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Framvegis.
  • Staðsetning
    BSRB húsið, Grettisgötu 89, 1. hæð.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Aðildarfélagar St.Rv. og SFR.
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir aðildarfélaga St.Rv. og SFR.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Helga Tryggvadóttir
    helga(hjá)framvegis.is
    581 1900

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
07.11.2018Sjálfsrækt18:0021:00Ragnhildur Vigfúsdóttir