Isavia - Lykilþættir í stjórnun við innleiðingu breytinga og myndun teyma - 9. feb. kl. 13:00-16:00

Fjallað er um lykilþætti farsællar stjórnunar, helstu stjórnunarstíla, stjórnun við ólíkar aðstæður s.s. stjórnun á óvissutímum og við breytingar, vinnustaðamenningu og þverfaglega færni sem horft er til í atvinnulífi og stjórnun á 21. öldinni. Hvernig þessir þættir birtast í daglegum störfum stjórnenda svo sem við starfsmannahald, stefnumótun, starfsmannaval, samsetningu og virkni hópa.

Rætt er um leiðir stjórnenda til að efla liðsheild teyma, árangur og starfsánægju starfsmanna sinna og liðsheilda. Nefnd einkenni jákvæðrar og neikvæðrar vinnustaðamenningar og hvernig hægt er að hafa áhrif á mótun hennar.

Farið yfir þau atriði sem skapa samkennd og samtakamátt á vinnustað auk þess sem rætt er um hvað vinnur gegn liðsheild. 

Hæfniviðmið

Að skilja og þekkja stjórnunarstíla og ferli breytinga

Að þekkja aðferðir og leiðir til að innleiða breytingar, lykilþætti og hvað bera að varast

Að auka þekkingu á leiðum til að efla liðsheild og jákvæða vinnustaðamenningu

Að geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    9. febrúar 2021, frá kl. 13-16.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Hulda Jónsdóttir
  • Staðsetning
    Vefnámskeið
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn Isavia
  • Gott að vita
    Aðeins fyrir þá sem boðaðir hafa verið á námskeiðið.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
09.02.2021Lykilþættir í stjórnun við innleiðingu breytinga og myndun teyma13:0016:00Sigríður Hulda Jónsdóttir