Árangursrík samskipti
Hér er um stutt en hnitmiðað námskeið að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í samskiptum.
Samfélagið og atvinnumarkaðurinn gerir sífellt auknar kröfur til fólks um leikni í mannlegum samskiptum.
Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og færni á því sviði.
Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Samtalstækni og framkomu.
• Virka hlustun.
• Endurgjöf (gagnrýni/hrós).
• Krefjandi einstaklinga/samskipti.
Hæfniviðmið
Betri samtalstækni og lipurð í samskiptum.
Aukið öryggi í framkomu.
Virkari hlustun.
Öflugra sjálfstraust.
Fyrirkomulag
Námskeiðið byggist á fyrirlestri, umræðum og léttum æfingum.Helstu upplýsingar
- TímiÞri. 4. feb. kl. 12:30 - 16:30.
- Lengd4 klst.
- UmsjónJóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar.
- StaðsetningEndurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er fyrir alla þá sem vilja ná forskoti í samskiptaleikni.
- Gott að vitaNámskeiðið er fyrir alla þá sem vilja ná forskoti í samskiptaleikni.Aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið.Aðrir verða að skrá sig hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sæti á námskeiðin teljast ekki 100% örugg fyrr en Starfsmennt hefur breytt stöðu skráningar úr “nýr” í “samþykkt”, póstur verður sendur á þáttakendur þess efnis viku áður en námskeiðið hefst
- MatMæting og þátttaka.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(hjá)smennt.is5500060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
04.02.2020 | Árangursrík samskipti | 12:30 | 16:30 | Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson, sálfræðingar. |