Þrautseigja í lífi og starfi - Að brotna ekki heldur rísa upp öflugri en fyrr
Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og að geta aðlagast breytingum og tileinkað sér þrautseigju er talinn vera einn af lykilfærniþáttum í atvinnulífinu. Hugtakið þrautseigja er notað til að skilgreina þá hæfni sem einstaklingur beitir þegar hann mætir mótlæti í lífinu. Þrautseigja einkennist af styrk, staðfestu og úthaldi til að takast á við áskoranir og krefjandi breytinga Fjallað verður um hvernig við túlkum og bregðumst við því sem hendir okkur og hvernig þjálfa má og efla þrautseigju með því að hafa áhrif á þessa þætti.
Sigríður Hulda hjá www.shjradgjof.is fjallar stuttlega um þrautseigju / seiglu í myndbroti á facebook, en hún kennir námskeiðið Þrautseigja í lífi og starfi - Að brotna ekki heldur rísa upp öflugri en fyrr.
SMELLIÐ HÉR til að sjá myndbrot
Fullt er á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista, ef nógu margir skrá sig verður boðið upp á annað námskeið.
Hæfniviðmið
Þátttakendur munu að námskeiði loknu:
skilja hvað átt er við þegar talað er um þrautseigju og hvað hugtakið felur í sér
þekkja aðferðir og leiðir til að efla þrautseigju
getað beitt þeim verkfærum sem þeir fá í hendur á námskeiðinu til að efla þrautseigju
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagurinn 20. maí kl. 9:00 - 12:00.
- Lengd3 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar. Hún er með MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á starfs- og atvinnulífsþróun, MBA í stjórnun og viðskiptum, BA í uppeldis- og menntunarfræði og kennsluréttindi.
- StaðsetningStarfsmennt, Skipholti 50b, 105 Reykjavík (þriðja hæð)
- TegundStaðnám
- Verð15.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er opið öllum. Ókeypis fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar
- Gott að vitaNámskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
- MatMæting og virkni á námskeiðinu.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
20.05.2020 | Að efla þrautseigju | 09:00 | 12:00 | Sigríður Hulda Jónsdóttir. |