Góður vinnustaður

Góðir vinnustaðir eru vinnustaðir þar sem málin eru rædd á uppbyggilegan og góðan hátt. Það má aldrei vera markmið í sjálfu sér að allir séu alltaf sáttir við alla hluti enda ekki hægt að gera öllum til hæfis. Það að vera hamingjusamur þýðir heldur ekki að maður sé ánægður með allt. En fátt er betra fyrir vinnustaði en umræða um umræðuna, samtal um samtalið og vinna til að bæta vinnuna.

Á þessu námskeiði er rætt nokkrar af stóru spurningunum sem allir vinnustaðir eiga að tala um eins og: Er ég ánægð(ur) í starfi? Hvað hvetur mig og hvað letur? Hvernig er starfsandinn? Hvernig er að vinna með mér?

Leiðbeinandi stýrir umræðum og blandar fræðilegu innleggi saman við umræðurnar.

Um er að ræða gefandi námskeið hefur góð áhrif á starfsandann og líðan á vinnustaðnum.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Samskiptafærni
  • Stóru spurningarnar
  • Starfsandi
  • Starfsánægja

Ávinningur:

  • Hreinskilni
  • Opinská og lipur samskipti
  • Meira traust
  • Samkennd

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Mánudagur 13. mars kl. 13:00 - 16:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi, M.A. í vinnusálfræði
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholt 50 b, 3 hæð, 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    16.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Gott að vita
    Námskeiðið er aðildarfélögum að kostnaðarlausu en aðrir geta skráð sig með því að greiða námskeiðisgjald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.03.2023Góður vinnustaður13:0016:00 Eyþór Eðvarðsson