Vísdómur - Aðgreining vinnu og einkalífs

Starfsmenn dómstólanna verða oft vitni að málum og myndefni í störfum sínum sem reyna á. Slík mál geta haft áhrif á líðan fólks eftir að hurðinni er skellt í lok vinnudags og erfitt getur reynst að bægja þeim frá sér.


En eru til leiðir til að skilja vinnuna eftir í vinnunni? Hvernig getum við varið okkur og byggt upp varnarmúra gagnvart erfiðum málum?

Á námskeiðinu mun Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur fjalla um afleidd áföll, ”burnout”, og áfallaeinkenni sem starfsmenn dómstólanna þurfa að vera meðvitaðir um og geta haft áhrif á einkalíf þeirra.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrar, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    23. maí frá kl. 15:00-17:00.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni slf.
  • Staðsetning
    Í fundarsal dómstólasýslunnar, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn Héraðsdómstólanna
  • Gott að vita
    Þeir sem eru staðsettir út á landi geta tengst fjarfundabúnaði.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
23.05.2019Aðgreining vinnu og einkalífs15:0017:00Sjöfn Evertsdóttir