Tryggingastofnun - 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum - starfrænt námskeið
Fjallað er um alla helstu lykilþætti sem þarf að hafa í huga í tölvupóstsamskiptum. Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum, verkefnum og gátlista fyrir eigin tölvupóstsamskipti.
Þátttakendur fá rafbókina 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum (2015) Nánari upplýsingar um bókina má sjá www.gerumbetur.is. Þátttakendur fá einnig sendan tölvupóst eftir námskeiðslok með áminningu um mikilvæga þætti í tölvupóstsamskiptum.
Námskeiðið er opið í 2 vikur og eftir það eru þátttakendur beðnir að skrá sig á eitt af þremur námskeiðum þar sem námskeiðinu er fylgt eftir. Þau námskeið eru haldin 27. nóvember annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi og svo eitt námskeið 29. nóvember, fyrir hádegi.
Hæfniviðmið
Spara tíma
Auka afköst
Efla rafræna þjónustu gangvart viðskiptavinum og samstarfsfólki
Auka öryggi í samskiptum og fagmennsku
Helstu upplýsingar
- Tími11. -25. nóvember.
- Lengd10 klst.
- UmsjónMargrét Reynisdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er opið starfsmönnum Tryggingastofnunar.
- Gott að vitaStafrænt nám er hægt að stunda hvar og hvenær sem er.
- MatSkila þarf verkefnum fyrir 26. nóvember 2019.
- Ummæli
Takk fyrir skemmtilegt og fræðandi námskeið.
– Björn Ingi Jósefsson, starfsmaður hjá Ríkisskattstjóra.
Þetta var virkilega gott, aðgengilegt til að vinna og gerir mann gagnrýnan á sjálfan sig varðandi tölvupóstsamskipti.
– Ólöf Harðardóttir, skrifstofumaður hjá Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála
Þetta er námskeið sem ég hvet aðra til að taka.
– Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, ráðgjafi hjá Íbúðalánasjóði
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 27.11.2019 | 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum. | 00:00 | 00:00 | Margrét Reynisdóttir |