Dómstólasýslan - Krefjandi samskipti

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu atriði er varða erfið og krefjandi samskipti við skjólstæðinga, aðstandendur og samstarfsaðila. Hvernig geta viðbrögð okkar sjálfra haft áhrif á atburðarásina og hvernig má snúa neikvæðum samskiptum í jákvæð. 

Farið verður yfir muninn á faglegum og ófaglegum leiðum í samskiptum, leiðbeiningar um hvernig má brynja sig gegn ágangi og neikvæðum athugasemdum og hvernig skal setja mörk í samskiptum.

Þá verður einnig farið yfir aðferðir til að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Á námskeiðinu er jafnframt farið yfir lausnir vegna kvartana og óánægju þjónustuþega.

Hæfniviðmið

Að þátttakendur geti tekist á við krefjandi og erfiða viðskiptavini.

Að þátttakendur geti varist ágangi og neikvæðum athugasemdum.

Að þátttakendur geti brugðist við kvörtunum einstaklinga.

Fyrirkomulag

Fyrirlestrur og umræður.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 14. janúar 2020 frá kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Steinunn I. Stefánsdóttir BA í sálfræði, MSc í viðskiptasálfræði og MSc í streitufræðum
  • Staðsetning
    Dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð, 108 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Dómstólasýslunnar
  • Gott að vita

    Námskeiðið er einnig í fjarnámi.

    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. 

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
14.01.2021Krefjandi samskipti09:0012:00Steinunn I. Stefánsdóttir