Forystufræðsla - Sáttamiðlun og samskipti - Einnig í fjarfundi

Sáttamiðlun er áhrifamikil og einföld leið til að leysa ágreinings- og deilumál á vinnustöðum og hér verður fjallað sérstaklega um hvaða verkfærum hægt er að beita til að grípa fyrr inn í og leysa ágreining farsællega.

Lögð er áhersla á verkfæri sáttamiðlunar og hvað það er sem sáttamiðlari gerir til þess að aðstoða við úrlausn deilumála. Innsýn er veitt í hvað það er sem veldur helst deilum á vinnustöðum og hvernig við getum gripið inn í sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að ágreiningur og deilur stigmagnist.

Markmið
Auk þess að öðlast dýpri skilning á sáttamiðlun sem aðferð, ættu þátttakendur að geta nýtt sér verkfærin í kistu sáttamiðlarans til þess að grípa inn í ágreinings- og deilumál á fyrri stigum. Farið verður í gegnum verklegar æfingar til þess að auka færni þátttakenda í því að nýta sáttamiðlun til það leysa ágreiningsmál.

 

Verð kr. 21.000 en stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagurinn 3. mars kl. 9:00 - 12:00.
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Lilja Bjarnadóttir, LL.M., er sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar ehf.
  • Staðsetning
    Guðrúnartúni 1, 1. hæð (Bárubúð)
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
  • Gott að vita
    Námskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Sólborg Alda Pétursdóttir
    solborg(hjá) smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
03.03.2020Sáttamiðlun og samskipti.Lilja Bjarnadóttir