Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu - Tímastjórnun - Hópur I
Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.
Hæfniviðmið
Að öðlast færni í að forgangsraða verkefnum
Að öðlast færni í að segja nei og minnka álag og stress
Að geta skipulagt tíma sinn betur og geta tekist á við daglegt áreiti
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiÞriðjudaginn 21. janúar 2020, kl. 8:30-10:30.
- Lengd2 klst.
- UmsjónIngrid Kuhlman sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun.
- StaðsetningHlíðasmára 1, 201 Kópavogi.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurStarfsmenn Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
- Gott að vitaAðeins fyrir starfsfólk Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttirbjorg(hjá)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 21.01.2020 | Tímastjórnun | 08:30 | 10:30 | Ingrid Kuhlman |