Excel töflureiknir, grunnur - Vefnámskeið

Hér kynnum við helstu grunnverkfæri Excel og áttum okkur á notendaviðmótinu.

Farið er yfir grunn í uppsetningum formúla, s.s. summu, frádrátt, marföldun og deilingu. Við skoðum einnig vísun í reiti og skjöl og útlitsmótun gagna. 

Sérstaklega verður fjallað um uppsetningu og mótun á texta, töflum og myndritum í Excel, uppsetningu á haus og fæti og prentun skjala. 

Námskeiðið er vefnámskeið. 

"VALFRJÁLST UPPHAF": NÝJUNG! Þarft ekki að bíða til 18. des., getur hafið námið  um leið og skráning er samþykkt (ef þú skráir þig eftir 25. sept.)

Þátttakendur sækja svo alla aðstoð við námið til kennarans, Bjartmars Þórs Huldusonar, í gegnum tölvupóst og þjónustusíma sem er opinn frá kl. 10.00 - 20.00 alla virka daga. 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta nám er þér velkomið að hafa samband við Bjartmar Þór Hulduson í síma 788 8805 eða í netfangið kennari(at)nemandi.is.

ATH! Námskeiðið er einnig haldið:

29. janúar.

28. maí. - "VALFRJÁLST UPPHAF": NÝJUNG! Þarft ekki að bíða til 28. maí, getur hafið námið  um leið og skráning er samþykkt (ef skráning er eftir 29/1).

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Tölvuskólann Nemandi.is.

Hæfniviðmið

Að byggja upp góða grunnfærni í Excel töflureikni.

Fyrirkomulag

Vefnámskeið. Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst eða þjónustusíma 788 8805 sem er opinn 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    18. desember. Námskeiðið stendur yfir í þrjár vikur.
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari.
  • Staðsetning
    Vefnámskeið.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    33.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Allir sem vilja geta nýtt Excel á markvissan hátt.
  • Gott að vita
    Námskeiðið hefst formlega 18.desember en þáttakendum stendur til boða "valfrjálst upphaf" - þ.e.a.s. hægt að hafa samband við kennarann og hefja leikinn um leið og skráning er samþykkt. Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Aðstoð með tölvupósti og í þjónustusíma kl. 10-20 virka daga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
18.12.2019Grunnur notendaviðmóts Excel skoðaður og helstu verkfæri kynnt.Bjartmar Þór Hulduson
24.12.2019Framkvæmd útreikninga í Excel. Uppsetningar á einföldum formúlum. Beinar og afstæðar tilvísanir.Bjartmar Þór Hulduson
31.12.2019Mótun gagna. Töflur og uppsetning þeirra. Uppsetning, mótun og virkni myndrita.Bjartmar Þór Hulduson