Isavia - Árangursrík samskipti - trú á eigin getu

Hér er um stutta vinnustofu að ræða þar sem tekin verða fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná sínu besta fram þegar máli skiptir ásamt því að ná hámarksárangri í samskiptum.

Farið verður yfir þau atriði sem einkenna jákvæð og árangursrík samskipti og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt fyrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu. Þá verður einnig fjallað um áhrif hugarfars á hegðun og líðan með áherslu á aðferðir til að efla eigið sjálfstraust.

Vinnustofan byggist á fyrirlestri, umræðum og verkefni.

Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra.

Hæfniviðmið

Að aðstoða starfsfólk við að takast á við nýjar áskoranir og láta til sín taka.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    13. desember 2018, frá kl. 8:00-12:00.
  • Lengd
    4 klst.
  • Umsjón
    Jóhann Ingi Gunnarsson
  • Staðsetning
    Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Krossmóum 4, 230 Reykjanesbær.
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn Isavia.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting.
  • Tengiliður námskeiðs
    Björg Valsdóttir
    bjorg(hjá)smennt.is
    550 0060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
13.12.2018Árangursrík samskipti - trú á eigin getu08:0012:00Jóhann Ingi Gunnarsson