Forystufræðsla - Örugg tjáning - að koma fram af öryggi - Einnig í fjarfundi
Um er að ræða vinnustofu með fyrirlestrum, hópverkefnum og umræðum. Fjallað verður um hagnýt ráð og aðferðir til að takast á við sviðsskrekk, efla samskiptafærni og koma fram af öryggi. Þetta er tilvalið fyrir þá sem þurfa starfs eða stöðu sinna vegna að koma fram og halda ræður eða kynningar.
Á námskeiðinu verður farið í
- Undirbúning kynninga/ræður
- Að takast á við sviðsskrekk
- Tækni við góða kynningarræðu
- Líkamsstaða og ímyndasköpun
- Hvað virkar og hvað virkar ekki í ræðupúlti
Stéttarfélögin greiða námskeiðsgjöldin fyrir félagsmenn sína.
Hæfniviðmið
Efla samskiptafærni og takast á við sviðsskrekk
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefni.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagurinn 27. febrúar kl. 9:15 - 12:15.
- Lengd3 klst.
- UmsjónSirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, en hún á að baki 30 ára farsælan feril í fjömiðlum, hefur skrifað bækur um samskipti og tjáningu og kennir við Háskólann á Bifröst.
- StaðsetningGuðrúnartún 1, fyrsta hæð (Bárubúð).
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
- Gott að vitaNámskeiðið er ætlað formönnum, stjórnarmeðlimum og starfsfólki stéttarfélaga.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá) smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 27.02.2019 | Örugg tjáning - að koma fram af öryggi | 09:15 | 12:15 | Sirrý Arnardóttir |