Áfram Ég! Sex lyklar að velgengni - Ísafjörður
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að styrkja þátttakendur í sex lykilskrefum á leið þeirra til aukinnar velgengni í lífinu.
1. Samskipti.
Í samskiptum er sjálfsmeðvitund mikilvæg, að gefa sér tíma, hlusta, hrósa og gagnrýna á uppbyggilegan hátt og semja þannig að allir gangi sáttir frá borði.
Unnið með: Samskiptaform, samningatækni, áhrif og mikilvægi hegðunar í samskiptum.
2. Markmiðasetning.
Til að ná árangri þarf að skipuleggja sig og setja sér markmið. Hvernig geri ég betur?
Unnið með: DUMB aðferðafræðina, 80/20% regluna, tímastjórnun, aga og vilja. Leiðin út úr fullkomnunaráráttunni.
3. Sjálfsefling.
Ferðalag með fyrirheit þar sem vilji og agi kallast á og skila þér á áfangastað.
Unnið með: Styrkleika, sjálfstraust, áskoranir og þroskaferli.
4. Fjármál.
Þarf ég að vera fátækur ef ég verð ekki ríkur?
Unnið með: Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið.
5. Heilsa.
Góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að því að geta gert það sem ég vil í lífinu.
Unnið með: Mataræði, hreyfingu, hugarfar og hamingju.
6. Framkoma.
Góð og örugg framkoma lætur mér líða betur í eigin skinni, styrkir mig sem einstakling og hvetur fólk til liðs við mig.
Unnið með: Grunnatriði í framkomu og að öðlast kjark til að tjá mig fyrir framan fólk.
Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um námskeiðið er bent á að hafa samband við Ragnar hjá RM ráðgjöf í síma 898 3851 eða í gegnum netfangið ragnar@rmradgjof.is.
Hæfniviðmið
Að gera þátttakendur hæfari í að koma sér á framfæri.
Að gera þátttakendum kleift að tileinka sér ákveðna hugsun, hegðun og leiðir til að efla sig sem persónur.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. Á þessu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur vinni verkefni milli skipta auk lokaverkefnis.Helstu upplýsingar
- Tími2 skipti: Föstiudaginn 18. janúar kl. 12:00 - 16:10 & Laugardaginn 19. janúar kl. 09:00 - 12:20.
- Lengd8 klst.
- UmsjónRagnar Matthíasson mannauðsráðgjafi - MBA og MSc. í mannauðsstjórnun.
- StaðsetningFræðslumiðstöð Vestfjarða Suðurgata 12, 400 Ísafjörður.
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurAðildarfélagar Starfsmenntar sem vilja efla, þroska og bæta árangur sinn í lífi og starfi.
- Gott að vitaStarfsmennt greiðir fyrir aðildarfélaga sína, aðrir þurfa að skrá sig beint hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frmst.is
- MatMæting.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacrocesoffia(at)smennt.is550 0060
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 18.01.2019 | 1. Samskipti. - Samskiptaform, samningatækni, áhrif, mikilvægi hegðunar í samskiptum. 2. Markmiðasetning. - DUMB aðferðafræðin, 80/20% reglan, tímastjórnun, agi og vilji. 3. Sjálfsefling. - Styrkleikar, sjálfstraust, áskoranir. | 12:10 | 16:10 | Ragnar Matthíasson |
| 19.01.2019 | 4. Fjármál. - Viðhorf til peninga, yfirsýn, skipulag, markmið. 5. Heilsa. - Mataræði, hreyfing, hugarfar og hamingja. 6. Framkoma. - Grunnatriði í framkomu. | 09:00 | 12:20 | Ragnar Matthíasson |