Heilbrigðisgagnafræðingar, áður læknaritarar, gegna lykilhlutverki varðandi utanumhald heilbrigðisupplýsinga og gæta þess að öryggi og aðgengi að þeim sé tryggt. Í starfinu felst að tryggja áreiðanleika ganga, bera ábygð á móttöku upplýsinga, skipulagningu skráninga, kóðun, úrvinnslu, vistun og miðlun heilbrigðisupplýsinga.

Markmið námsins er að búa nemendur undir fjölbreytt störf læknaritara hvort sem er á heilbrigðisstofnunum eða hjá fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Í náminu er lögð rík áhersla á að þjálfa nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum. 

Námið hefur verið í boði við Fjölbrautarskólann við Ármúla en frá og með haustinu 2019 var námið fært á fagháskólastig og er núna hluti af námsframboði Háskóla Íslands. Starfsheitið breyttist á sama tíma úr læknaritara í heilbrigðisgagnafræðing og er lögverndað starfsheiti.

Nemendur, sem höfðu hafið nám en ekki lokið því þegar breytingarnar áttu sér stað, fá að ljúka náminu innan ákveðins tímaramma. Nýjum námsmönnum er bent á fagháskólanám í heilbrigðisgagnafræði við Háskóla Íslands.

Fræðslusetrið Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar í nám læknaritara við FÁ.  

Nánari upplýsingar um námið við FÁ veitir kennslustjóri læknaritara Kristrún Sigurðardóttir, netfang run(hja)fa.is