Starfsmennt býður félagsmönnum sínum að greiða fyrir nám til undirbúnings fyrir próf til viðurkenningar bókara á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í náminu eru meginreglur og aðferðir reikningshalds og skattskila kynntar út frá því lagaumhverfi sem þær byggja á. 

Námið er í samstarfi við nokkra fræðsluaðila og er mikilvægt að kynna sér vel fyrirkomulag náms og kennslu áður en ákvörðun er tekin. Sækja þarf um aðgang í námið bæði hjá Starfsmennt og hjá fræðsluaðila

Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld og er einungis greitt einu sinni fyrir hvern aðildarfélaga. Aðildarfélagar greiða próftökugjald sjálfir.

Starfsmennt greiðir einnig fyrir Grunnnám í reikningshaldi og Grunnnám í bókhaldi fyrir þá sem þurfa á undirbúningsnámi að halda fyrir nám í viðurkenndum bókara. 

Opni háskólinn í HR

Mælt er með því að umsækjendur hafi unnið við bókhald í amk 2-3 ár og hafi á þeim tíma sinnt margvíslegum og krefjandi bókhaldsstörfum. Góð reynsla og þekking á Excel, bókhaldi, reikningshaldi og skattalegum atriðum er nauðsynleg.

Námið er 132 klst. og stendur nemendum til boða bæði í staðarnámi og fjarnámi. Sjá nánar á vef OHR.

Promennt

Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu, hafa reynslu af bókhaldsstörfum og/eða lokið grunnnámi í bókhaldi (Bókhald grunnur og Bókaranám fyrir lengra komna).

Námið er hluti af lengri námsbraut, Framabraut, en aðeins er greitt fyrir 4. hluta (Viðurkenndur bókari). Hægt er að velja um staðnám eða fjarnám, sjá nánar á vef Promenntar.

NTV

Kenndar eru þær viðbætur sem nemendur úr Bókaranámi framhald þurfa til að geta tekið próf til viðurkenningar bókara. Námskeiðið er hluti af lengri námsbraut, viðurkennt bókaranám, en einungis er greitt fyrir þriðja hlutann (Að viðurkenndum bókara). Ætlast er til að nemendur séu með eigin fartölvur í náminu. 

Námið er 123 kennslustundir að lengd og er í boði bæði í fjarnámi og staðnámi, sjá nánar á vef NTV.

Engin námskeið á döfinni í þessum flokki. Vinsamlegast líttu við síðar.