Í starfi stuðningsfulltrúa í grunn- og framhaldsskólum felst að vera kennurum til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Starfið miðar að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Nám fyrir stuðningsfulltrúa í skólum styrkir fagvitund og áhersla er lögð á uppeldisfræði, fötlunarfræði, sálfræði, samskipti og listsköpun. 

Starfsmennt greiðir innritunar- og einingagjöld í brúarnám stuðningsfulltrúaí grunn- og framhaldsskólum fyrir aðildarfélaga sína og aðildarfélaga Sveitamenntar og Ríkismenntar. 

Stuðningsfulltrúi - brú   

Til að koma til móts við fólk með langa starfsreynslu hefur verið boðið upp á svokallað brúarnám stuðningsfulltrúa í skólum þar sem raunfærni og starfsreynsla er metin til styttingar á námi í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur. Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir inngöngu í brúarnám:

  • Að nemandi hafi náð 22 ára aldri.
  • Að nemandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu og starfi enn við heimaþjónustu eða umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra*.
  • Að nemandi hafi lokið starfstengdum námskeiðum ca. 200-240 stundir*.

*Brúarnám miðast við 3ja ára starfsreynslu og ca. 200-240 klst. starfstengd námskeið. Eins eru framhaldskólaeiningar metnar ef áfangar eru þeir sömu eða sambærilegir við þá sem kenndir eru á brautinni. Þau sem ekki hafa 3 ára starfsreynslu þurfa að fara í starfsnám og þau sem ekki hafa námskeið þurfa að taka fleiri einingar til að útskrifast af brúnni.

Rafrænt umsóknareyðublað fyrir brúarnám