Þema III | Óvinnufærni, veikindaréttur, slysatryggingar og foreldra- og fæðingarorlof
Reglurnar um rétt vegna veikinda og slysa eru teknar fyrir. Óvinnufærniskilyrðið er skoðað sérstaklega og farið yfir atriði eins og tilkynningarskyldu starfsmanns, læknisvottorð, rétt til launaðra fjarvista/veikindadaga, heimild til að vinna skert starf (hlutaveikindi) og skilyrði fyrir endurkomu í starf eftir lengri veikindi (starfshæfnisvottorð). Þá er fjallað um rétt til slysatryggingar vegna varanlegrar örorku og dánarbóta.
Hæfniviðmið
Að kunna skil á reglum um veikindarétt, sér í lagi þeim sem gilda um rétt til launaðra veikindafjarvista og nýtingu þeirra (talningu veikindadaga).
Að öðlast þekkingu og skilning á skilyrðinu um óvinnufærni og hugmyndafræði starfsendurhæfingar og mikilvægi virkni þegar unnið er með skerta starfsgetu.
Að þekkja þær reglur sem gilda um slysatryggingar og í hvaða tilvikum tjón á persónulegum munum starfsmanna er bætt.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður.Helstu upplýsingar
- TímiMánudagur 8. maí kl. 9:00 - 12:00 og miðvikudagur 10. maí 2023 kl. 9:00-11:00
- Lengd5 klst.
- UmsjónSara Lind Guðbergsdóttir
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundFjarnám
- Verð27.500 kr.
- MarkhópurLaunafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
- Tengiliður námskeiðsBjörg Valsdóttir
- Mat90% mæting
Gott að vita
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
08.05.2023 | Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar og Foreldra- og fæðingarorlof | Sara Lind Guðbergsdóttir |
10.05.2024 | Óvinnufærni, veikindaréttur og slysatryggingar og Foreldra- og fæðingarorlof | Sara Lind Guðbergsdóttir |