SSH - Sterk liðsheild

Góður starfsandi og sterk liðsheild eru mikilvægir þættir í góðum árangri stofnana. Á námskeiðinu er farið yfir aðferðir til að efla samheldni, samstöðu og liðsanda. Lögð er áhersla mikilvægi þess að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika og því að fólk hafi mismunandi skoðanir og bakgrunn. Fjallað er um hvernig skapa má þægilegt og óþvingað andrúmsloft á vinnustað þannig að allir fái að blómstra á sínum forsendum. 


Markmið

Að efla samheldni, samstöðu og liðsanda innan samstarfshópsins.

Að efla virðingu, skilning og viðurkenningu á fjölbreytileika.

Að efla færni starfsmanna til að taka tillit til ólíkra viðhorfa og lífsskoðana.

Að efla uppbyggileg samskipti á vinnustað.

Fyrirkomulag

Umræður, verkefni og fyrirlestur

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 14. október 2020 frá kl. 09:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði
 • Staðsetning
  BSRB húsið, Grettisgötu 89, Reykjavík
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
14.10.2020Sterk liðsheild og jákvæður starfsandi09:0012:00Ingrid Kuhlman