Upplýsingamiðlun í Publisher
Á þessu námskeiði lærir þú að búa til fjölbreytt kynningarefni á rafrænu formi eða prenti. Þú getur hafið námið þegar þér hentar með því að hafa samband við kennarann og beðið um að hann opni á aðganginn um leið og skráning hefur verið samþykkt.
Á námskeiðinu er sérstaklega fjallað um uppsetningu efnis með Microsoft Publisher við uppsetningu efnis fyrir umbrot og stafrænar birtingar. Og kynnist öðrum vinsælum forritunum sem notuð eru til efnismiðlunar s.s. Adobe Spark, Canva, Office Sway og Issuee.
Hæfniviðmið
Að geta sett fram fjölbreytt kynningarefni á rafrænu formi eða prenti.
Að geta notað ýmiss forrit sem notuð eru til efnismiðlunar.
Fyrirkomulag
Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 18. desember en upphafið er valfrjálst.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennri.
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- Verð39.500 kr.
- MarkhópurNámskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem þurfa að búa til fjölbreytt kynningarefni á rafrænu formi eða prenti.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatVerkefnaskil
Gott að vita
Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
18.12.2023 | Publisher upplýsingamiðlun | Bjartmar Þór Hulduson |