HBS | Rétt líkamsbeiting og vellíðan við vinnu

Langvarandi og óæskilegar líkamsstöður við vinnu geta haft óæskilegar afleiðingar í för með sér.

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig best þykir að stilla vinnuaðstöðuna þegar unnið er við tölvu. Þá verður farið í helstu stoðkerfiskvilla er fylgja tölvuvinnu og hvernig megi draga úr þeim. Einnig verður farið yfir hvernig megi vinna á vöðvabólgu og öðrum verkjum sem geta fylgt skrifstofuvinnu. 

Kennarinn mun hvoru tveggja vera með fyrirlestur og aðstoða við að stilla starfsstöð hvers og eins. 

Hæfniviðmið

Að geta tileinkað sér rétta líkamsbeitingu við tölvuvinnu

Að þekkja til helstu stoðkerfiskvilla

Að vita hvernig draga megi úr vöðvabólgu og öðrum verkjum

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkleg kennsla

Helstu upplýsingar

  • Tími
    8. apríl kl. 14-16. Skráningu lýkur 5. apríl kl. 12
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari
  • Staðsetning
    Hljóðbókasafn Íslands, Digranesvegi 5
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    9.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk Hljóðbókasafns Íslands
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
08.04.2024Rétt líkamsbeiting og vellíðan við vinnu14:0016:00Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Vinnuheilsu