Netöryggi
Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar.
Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar.
Við skoðum hvernig við getum forðast falska tölvupósta og aðra hluti, þar sem er verið að reyna að plata okkur í að gefa upplýsingar sem við viljum ekki gefa, eða plata okkur til að opna aðgang í tölvuna okkar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og verkefniHelstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 5. október kl. 09:00 - 11:00
- Lengd2 klst.
- UmsjónHermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
- StaðsetningVefnám á rauntíma, kennt á Teams
- TegundStreymi
- Verð11.000 kr.
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatÞátttaka
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
Gott að vita
Námskeiðið er ætlað venjulegum tölvunotendum, ekki er ætlast til þess að nemendur hafi djúpa þekkingu á tölvum eða nettengingum. Námskeiðið er án kostnaðar fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar.
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
05.10.2022 | Öryggisvitund - Vefnám | 09:00 | 11:00 | Hermann Jónsson |