Fangelsismálastofnun | Erfið starfsmannamál - framhaldsnámskeið

Það eru nokkur stjórnunarleg verkefni sem flestir stjórnendur eiga í erfiðleikum með að framkvæma. Annað þeirra er að ræða ófullnægjandi frammistöðu við starfsmenn og hitt er að færa slæm tíðindi eins og þegar starfsmaður fær ekki stöðuhækkun eða er sagt upp störfum. Í vinnustofunni verður farið yfir það hvernig eigi að ræða erfið starfsmannamál og færa slæm tíðindi. Bæði verður farið yfir fræðilega umfjöllun um þessi erfiðu mál og æft hvernig best er að standa að þeim. Þátttakendur fá þjálfun í aðferðum í viðtalstækni sem skila sér í betri og uppbyggilegri viðtölum.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
Agaviðtöl og leiðréttingarviðtöl
Einkenni slæmra tíðinda
Viðbrögð einstaklinga
Hvernig á að flytja slæm tíðindi?
Hvað ber að varast?

Vinnustofan er einungis fyrir þau sem eru sérstaklega boðuð á hana.

Hæfniviðmið

Að öðlast meira öryggi til að eiga við erfið starfsmannamál

Fyrirkomulag

Vinnustofa

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 26. september kl. 9:00-12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Eyþór Eðvarðsson sérfræðingur hjá Þekkingarmiðlun
  • Staðsetning
    Fræðslusetrið Starfsmennt, Skipholti 50b (3. hæð), 105 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Stjórnendur hjá Fangelsismálastofnun
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir
    ingibjorg(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
26.09.2023Erfið starfsmannamál - framhaldsnámskeið09:0012:00Eyþór Eðvarðsson