Wix, vefsíðugerð

Á þessu námskeiði lærir þú að nota Wix til þess að búa til vefsíðu frá grunni. Forritið er afar öflugt og skemmtilegt og gerir almennum notendum mögulegt að hanna og vinna vefsíðu án tæknilegrar þekkingar.

Þú kynnist notendaviðmóti Wix, helstu hugtök vefgerðar, hvernig þú tengir lén og tölvupóst við síðuna þína. Þú lærir að búa til vef, að setja inn myndir og myndbönd, myndasöfn og féttasíðu, hvernig á a setja inn skráningarform, safna upplýsingum og setja upp póstlistakerfi. Þá kynnistu grunnhandtökunum við leitarvélabestun.

Hæfniviðmið

Að geta búið til vefsíðu með Wix vefkerfinu

Fyrirkomulag

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er.

Þegar skráningu þinni hefur verið breytt úr Nýr í Samþykkt þá getur þú hafið leikinn með því að hafa samband við kennara eða fylgja leiðbeiningum  á  mínar síður undir Kennslugögn.

Nemendur geta farið í gegnum námsefnið á sínum hraða, algengt er að nemendur fari yfir efnið á 3-5 vikum.

Kennari er þér innan handar í gegnum tölvupóst, með vefspjalli eða í þjónustusíma.

Aðgengi að námsefninu er opið í 12 mánuði eftir upphafsdag svo nemendur hafa nægan tíma til að rifja upp að vild. 

Upplýsingar og aðstoð: sími 7888805,  kennari@nemandi.is, milli 10-20 virka daga.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Skráning er opin til 27. október 2025 en upphafið er valfrjálst
  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    52.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Námið hentar öllum sem vilja læra að gera vefsíður frá grunni
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.10.2025Wix, vefsíðugerð23:5917:59Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari