Hugarkort - Mind Mapping - Vefnám

Hugarkort eru öflugt verkfæri sem hægt er að nota til að auka færni í starfi og námi.Þau gefa nýja leið til að greina og meta einföld sem flókin viðfangsefni bæði til að þróa nýjar hugmyndir, festa efni betur í minni og auka skilning á viðfangsefninu.

Með hugarkortum er hægt að skipuleggja hugsun og þekkingu á hagnýtan, skemmtilegan og árangursríkan hátt. Hugarkort eru einnig mikið notuð sem glósutækni og í dag er gerð þeirra kennd við marga háskóla til stuðnings við lærdóm og sköpun.

Á námskeiðinu er kennd aðferðafræði hugarkorta og nýting þeirra með notkun á (ókeypis) hugbúnaði.

Námsþættir:

 • Gerð hugarkorta, hagnýt verkefni.
 • Xmind -Notendavænn hugbúnaður fyrir hugarkortagerð.

Markmið

Að efla færni í notkun hugarkorta.

Að auka þekkingu á möguleikum hugarkorta.

Fyrirkomulag

Á fyrsta degi leiðir kennari nemendur inn í rafrænt netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Kennari er nemendum innan handar með tölvupósti, vefspjalli og í þjónustusíma. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu.

Nánari upplýsingar varðandi námið veitir kennari námskeiðsins í síma 788 8805 frá kl. 10-20 á virkum dögum eða í netfangið kennari(hjá)nemandi.is.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Þriðjudagur 5. október 2021
 • Lengd
  18 klst.
 • Umsjón
  Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
 • Staðsetning
  Vefnám
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  39.000 kr.
 • Markhópur
  Námið hentar öllum sem vilja læra að nýta hugarkort í leik og starfi.
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
  soffia(hjá)smennt.is
 • Mat
  Verkefnaskil
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Vefnámskeið sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
05.10.2021HugarkortBjartmar Þór Hulduson