Tímastjórnun, leiðin til árangurs!

Á þessu námskeiði er farið í hvernig við stýrum vinnu okkar, verkefnum og tíma, og hvernig við komumst yfir öll þau verkefni sem liggja fyrir.

Til að greina mikilvægi verkefna og skipulag á þeim er m. a farið í hvernig má nýta sér Parkinsson- og  Paretolögmálið einnig fjallað um mikilvægi þess að nota verkefnalista.

Hæfniviðmið

Að gera þátttakendum grein fyrir mikilvægi þess að vera meðvituð um tíma sinn og skipulag á honum.

Að gera þátttakendum grein fyrir því hvernig við getum nýtt hann sem best og komið sem mestu í verk af því sem við viljum og þurfum að klára af fyrirliggjandi verkefnum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur, umræður, verkefni, dæmisögur og myndskeið. 

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Fimmtudagur 25. maí kl. 09:00 - 12:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Ragnar Matthíasson mannauðsráðgjafi – MBA og MSc. í mannauðsstjórnun og eigandi RM ráðgjöf.
  • Staðsetning
    Vefnám í streymi á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll sem vilja auka færni sína í tímastjórnun og læra leiðir til að nýta tíma sinn sem best.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsfólk aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá RM ráðgjöf ragnar@rmradgjof.is. 
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
25.05.2023Tímastjórnun, leiðin til árangurs!09:0012:00Ragnar Matthíasson