Þema II | Rétt laun á réttum tíma

Umfjöllunarefnið er meginskylda vinnuveitenda sem er að greiða rétt laun á réttum tíma. Farið yfir ýmis grunnatriði svo sem hvort um mánaðarlaun eða tímavinnu sé að ræða, greiðsludag, uppgjörstímabil, lífeyrissjóðsgreiðslur þ.m.t. séreignasparnað og önnur launatengd gjöld sem og mistök í launaafgreiðslu og/eða hugsanlegar beiðnir launþega um bakfærslur iðgjalda t.d. í tengslum við breytingar á sparnaðarleið séreignasparnaðar.

Markmið

Að kunna skil á þeim almennu atriðum sem gæta þarf að til þess að laun séu afgreidd með réttum hætti á réttum tíma.

Að geta gert grein fyrir skilum á launatengdum gjöldum, uppbyggingu sjóða og bótakerfis.

Fyrirkomulag

Fyrilestur og umræður.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Mánudagur 14. nóvember 2022 kl. 9:00 - 12:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Guðrún Jónína Haraldsdóttir
 • Staðsetning
  Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  16.500 kr.
 • Markhópur
  Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
 • Mat
  90% mæting.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturKennari
14.11.2022Rétt laun á réttum tímaGuðrún Jónína Haraldsdóttir