Netöryggisvitund
Eru upplýsingarnar sem þú ert að nálgast réttar á netinu réttar, er þetta falsfrétt eða er kannski verið að svindla á þér?
Hér er á ferðinni gagnvirkt námskeið á mannamáli.
Á þessu námskeiði verður farið yfir að hverju þarf að huga þegar unnið er á netinu og lögð áhersla á að kenna skynsamlega ákvörðunartöku við notkun á tölvum og ýmsum snjalltækjum.
Fjallað verður um ólíkar öryggiskröfur sem þarf að taka tillit til út frá mismunandi aðstæðum hvers og eins.
Umfjöllunarefni:
- Stjórnun lykilorða, góð lykilorð og fleira
- Margþátta auðkenning (multi-factor-authentication eða MFA)
- Gagnrýnin hugsun
- Falsfréttir og hvernig meta á heimildir
- Tenglar, viðhengi, USB diskar
- Svindl, blekkingar, svik, og annað svínarí
- Ótti, óvissa, efi eða hræðsluáróður
- Hvaða fótspor við skiljum eftir á netinu og hvernig hægt er að lágmarka þau
- Góð ráð þegar kemur að persónuverndarmálum
- Hvernig gervigreind getur ógnað þér og persónuvernd þinni
Hæfniviðmið
Að öðlast skilning á netógnum og persónuverndarmálum
Að þekkja leiðir til að auka öryggi á netinu og hvernig gætt er að persónuvernd
Fyrirkomulag
Fyrirlestur og umræður. Upptaka verður í boði fyrir skráða þátttakendur undir Kennslugögn á Mínar síður að námskeiði loknu og verður aðgengileg í viku.
Helstu upplýsingar
- Tími11. febrúar 2026, kl. 13.00 - 15.30 Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst
- Lengd2,5 klst.
- UmsjónSiggi Bjarnason, Master of Science Cybersecurity and Information Assurance, stofnandi Öruggt Net
- StaðsetningVefnám í rauntíma, kennt á Zoom
- TegundStreymi
- Verð17.500 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurÖll sem nota tölvur eða snjalltæki og vilja auka öryggisvitund þegar unnið er á netinu
- MatMæting og þátttaka
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
Dagskrá
| Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
|---|---|---|---|---|
| 11.02.2026 | Netörygisvitund | 13:00 | 15:30 | Siggi Bjarnason |