Ofnæmi og óþol, fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta

Einungis fyrir starfsfólk í mötuneytum, matráða og matreiðslumenn.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Kunnátta í því að elda fyrir fjölbreytta hópa fólks með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og óþols verður sífellt mikilvægari.

Á þessu námskeiði er farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga í stóreldhúsi þegar eldað er fyrir hópa af fólki sem eru með mismunandi þarfir vegna ofnæmis og/eða óþols.

Hvaða hráefni hægt að nota í staðinn fyrir ofnæmisvalda?

Hvernig er hægt að skipuleggja framleiðsluna til að einfalda ferlið?

Á námskeiðinu er frætt um helstu ofnæmisvalda og eldaðir algengir réttir á matseðlum en þeir eldaðir með öðruvísi hráefni. Til dæmis glúten, mjólkur -og eggjalausir.

Fyrirkomulag

Sýnikennsla og smakk.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 1. mars kl. 16:00 - 19:00
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
  • Staðsetning
    IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Þátttaka
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
01.03.2023Grænmetisréttir í mötuneytum og stóreldhúsum14:0017:00Dóra Svavarsdóttir