Sýslumenn | Microsoft Teams, grunnur

Microsoft Teams hefur reynst afar gagnlegt til að halda utan um starfsemi fyrirtækja sem þurfa á stuttum tíma að  laga sig að breyttu vinnufyrirkomulagi. Í forritinu felast tækifæri til að gera skipulag verkefna skilvirkari til framtíðar. 
Með aðstoð forritsins geta teymi einstaklinga myndað hópa sem vinna saman, deila gögnum og eiga í samskiptum á spjallborði. 
Innan hvers teymis má setja upp fleiri en einn hóp er endurspeglar skipulag, í kringum ákveðin verkefni. Innan hópanna má halda fundi, vera með hópspjall,  geyma gögn og tengja við aðrar lausnir og forrit. 

Á þessu námskeiði er farið yfir grunnatriði Teams. Hvernig forritið virkar, möguleika forritsins í samskiptum og samvinnu, aðgengi og deilingu gagna. 
 
Kjarni málsins:

  • Hvað er Teams?
  • Spjall eða rásir
  • OneDrive vs. SharePoint – geymslusvæði.
  • Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams.
  • Munur á opnum hópum og lokuðum.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og verkefni

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Þriðjudagur 27. september kl. 08:30 - 10:30
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Hermann Jónsson fræðslustjóri hjá Tækninám.is
  • Staðsetning
    Vefnám á rauntíma, kennt á Teams
  • Tegund
    Streymi
  • Verð
    Án kostnaðar
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Námskeiðið er aðeins ætlað starfsmönnum sem starfa hjá sýslumannsembættunum. Aðildarfélögum Starfsmenntar er námskeiðið að kostnaðarlausu, embættin greiða fyrir aðra starfsmenn. Námskeiðið verður kennt í gegnum TEAMS forritið.

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
27.09.2022Microsoft Teams grunnur 08:3010:30Hermann Jónsson