Fangelsismálastofnun | Myndvinnsla með snjalltækjum
Á þessu námskeiði lærir þú að vinna myndirnar þínar í byrjendavænum forritum á snjalltækjum. Þú getur hafið námið þegar þér hentar með því að hafa samband við kennarann og beðið um að hann opni á aðganginn um leið og skráning hefur verið samþykkt.
Þú kynnist notendaviðmóti vinsælla myndvinnsluforrita á borð við Snapseed, hvernig myndstillingar, kúrvur og hvítjöfnun virka. Þú lærir að litajafna myndir og lagfæra þar, hvernig á að nota blettabana, síur og breyta bakgrunninum. Ásamt því hvernig á að vinna andlitsmyndir, stilla texta og ramma og hvernig myndefni er unnið fyrir ólíka miðla.
Hæfniviðmið
Að geta unnið með myndir í byrjendavænum forritum á snjalltækjum.
Að geta nýtt sér notendaviðmót ýmissa myndvinnsluforrita.
Fyrirkomulag
Á fyrsta degi veitir kennarinn þér aðgang að rafrænu netskólakerfi þar sem námsefnið er aðgengilegt. Hann er þér innan handar í gegnum tölvupóst, vefspjall eða þjónustusíma.
Námskeiðið stendur yfir í 3 vikur en stuðningur er veittur að því loknu.
Nánari upplýsingar um námskeiðið fást hjá kennara í síma 788 8805 milli kl. 10 – 20 virka daga eða í gegnum netfangið kennari(hjá)nemandi
Helstu upplýsingar
- TímiSkráning er opin til 1. des. en upphafið er valfrjálst.
- Lengd18 klst.
- UmsjónBjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
- StaðsetningVefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
- TegundFjarnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurStarfsmenn Fangelsismálastofnunar
- MatVerkefnaskil
Gott að vita
Ummæli
Soffía G. Santacroce
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Kennari |
---|---|---|
01.12.2023 | Myndvinnsla með snjalltækjum | Bjartmar Þór Hulduson |