Grænmetisréttir í mötuneytum og stóreldhúsum

Einungis fyrir starfsfólk í mötuneytum, matráða og matreiðslumenn.

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Markmið námskeiðsins er að koma til móts við kröfuna um fjölbreytt, girnilegt og gómsætt grænmetisfæði í mötuneytum og stóreldhúsum.

Fjölbreyttir réttir verða eldaðir, sýnd handtök og mismunandi leiðir til að nýta hráefni sem best og draga úr sóun.

Veglegt uppskriftahefti fylgir með námskeiðinu.

Fyrirkomulag

Sýnikennsla og smakk.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 1. febrúar kl. 14:00 - 17:00
 • Lengd
  3 klst.
 • Umsjón
  Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
 • Staðsetning
  IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík
 • Tegund
  Staðnám
 • Verð
  Án kostnaðar
 • Markhópur
  Starfsfólk í mötuneytum, matráðar og matreiðslumenn
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce
 • Mat
  Þátttaka

Gott að vita

Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið og er námskeiðið þeim að kostnaðarlausu. Aðrir verða að skrá sig hjá Iðunni fræðslusetri.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
01.02.2023Grænmetisréttir í mötuneytum og stóreldhúsum14:0017:00Dóra Svavarsdóttir