Trúnaðarmenn BSRB | Þegar vöxtur er eini valkosturinn
Fjallað verður um ábyrgð bæði vinnustaða og starfsfólks á að efla hæfni og þekkingu. Einnig verður farið yfir hvernig trúnaðarmenn geta stutt við og hvatt til markvissrar og stefnumiðaðrar símenntunar á sínum vinnustað - meðal annars með því að þekkja þær leiðir sem standa til boða í gegnum Starfsmennt.
Helstu efnisþættir viðburðarins eru:
- Mikilvægi símenntunar, starfsþróunar og hæfnieflingar
- Ábyrgð vinnustaðar og ábyrgð starfsfólks á starfsþróun
- Hlutverk trúnaðarmanns í að hvetja til þekkingar- og færniaukningar
- Stefnumiðuð/markviss hæfniþróun á vinnustað
- Mögulegar leiðir til hæfniþróunar á vinnustað
- Möguleikar til náms og þróunar hjá Starfsmennt
Hæfniviðmið
Að fá betri innsýn í mikilvægi stöðugrar hæfnieflingar
Að fá frekari hugmyndir til að geta stutt við og hvatt til markvissrar og stefnumiðaðrar símenntunar á sínum vinnustað
Að auka þekkingu og skilning á tækifærum á vettvangi Starfsmenntar
Fyrirkomulag
Kynning og umræðurHelstu upplýsingar
- Tími16. september 2025 kl. 13.00-15.00. Skráningu lýkur 15. september kl. 12
- Lengd2 klst.
- UmsjónGuðfinna Harðardóttir framkvæmdastjóri og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi Starfsmenntar
- StaðsetningTeams
- TegundVefnám
- VerðÁn kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
- MarkhópurTrúnaðarmenn BSRB
- MatMæting og umræður
- Tengiliður námskeiðsIngibjörg Hanna Björnsdóttir
Dagskrá
Dagsetning | Dagskrá | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
16.09.2025 | Þegar vöxtur er eini valkosturinn- viðburður fyrir trúnaðarmenn BSRB | 13:00 | 15:00 | Guðfinna Harðardóttir og Ingibjörg Hanna Björnsdóttir |