Leiðtogahæfni- hvernig virkjum við leiðtogahæfileika okkar?

Öll erum við leiðtogar í lífinu og á vinnustaðnum. Á námskeiðinu verður farið yfir og leitast við að styrkja þá lykileiginleika sem einkenna árangursríkan leiðtoga. Námskeiðið miðar að því hvernig við getum náð meiri árangri sem slíkir svo sem með hvatningu, valdeflingu og að byggja upp liðsheild. Þá verður vikið að hvernig leiðtogar geti aukið sjálfstraust sitt og tilfinningagreind.

Áhersla verður lögð á að gefa þátttakendum hagnýt verkfæri sem efla leiðtogafærni þeirra í ólíkum hlutverkum.

Hæfniviðmið

Að þekkja og styrkja lykileiginleika árangursríks leiðtoga.

Að þekkja aðferðir við að efla sjálfstraust sitt og tilfinningagreind sem leiðtogi.

Að þekkja til aðferða við að hvetja, valdefla og byggja upp liðsheild.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður

Helstu upplýsingar

  • Tími
    24. apríl 2024, kl. 9.00-11.00. Skráningu lýkur tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst.
  • Lengd
    2 klst.
  • Umsjón
    Elmar Hallgrím Hallgrímsson, framkvæmdastjóri hjá Ösp líftryggingarfélagi.
  • Staðsetning
    Teams
  • Tegund
    Vefnám
  • Verð
    13.000 kr. / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Öll þau sem vilja virkja leiðtogahæfileika sína
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting
  • Tengiliður námskeiðs
    Ingibjörg Hanna Björnsdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
24.04.2024Leiðtogahæfni - hvernig virkjum við leiðtogahæfileika okkar?09:0011:00Elmar Hallgríms Hallgrímsson