SSH | Varnarviðbrögð
Það er mikilvægt að kunna að bregðast rétt við ef erfiðar og óæskilegar aðstæður skapast í starfi. Hér verður farið yfir hvernig þekkja má einkenni hegðunar sem gæti leitt til átaka og ofbeldis, og hvernig bregðast eigi við til þess að verjast án þess að skaða skjólstæðinginn. Þá verður einnig farið yfir hvernig má koma viðkomandi úr árásarham í jafnvægi.
Markmið
Að þátttakandur geti varið sig án þess að valda skjólstæðingi skaða ef til árásar kemur.
Að þátttakendur þekki einkenni hegðunar sem getur leitt til árása og ofbeldis.
Að þátttakendur geti stýrt skjólstæðingum í árásarham aftur í jafnvægi.
Fyrirkomulag
Umræður, fyrirlestur og verklegar æfingar.Helstu upplýsingar
- TímiMiðvikudagur 8. mars kl. 16:30 - 19:30
- Lengd3 klst.
- UmsjónFelix Högnason þroskaþjálfi og atferlisfræðingur
- StaðsetningBSRB, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík
- TegundStaðnám
- VerðÁn kostnaðar
- MarkhópurNám ætlað starfsmönnum sem starfa að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnes og Andrastöðum á Kjalarnesi
- Tengiliður námskeiðsSoffía G. Santacroce
- MatMæting
Gott að vita
Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það af sínum yfirmönnum (fyrir starfsfólk sem starfar að málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Garðabæ, Seltjarnarnesi og Andrastöðum á Kjalarnesi).
Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar en bæjarfélögin greiða námskeiðsgjald fyrir aðra.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Frá | Til | Kennari |
---|---|---|---|---|
08.03.2023 | Varnarviðbrögð | 16:30 | 19:30 | Felix Högnason |