Dómstólasýslan - Outlook / Verkefna- og tímastjórnun - Vefnám. Valfrjálst upphaf. Skráning frá 06.10 til 20.12

Outlook er hentugt fyrir fólk sem vill bæta skipulag og samskipti, auðvelda tímastjórnun og verkefnastýringu og halda betur utan um tengiliði og viðskiptavini.

Námsþættir: 

  • Halda dagbók, bóka fundi og sinna tímastjórnun. Almenn skjalstjórnun.  
  • Geyma og flokka upplýsingar um tengiliði og viðskiptavini og halda utan um samskipti. Auðvelda eftirlit með eigin verkefnum sem og þeim sem eru úthlutuð öðrum.  
  • Skrifa á minnismiða, geyma þá og flokka. Ferilskrá og skipulag. Senda og taka á móti – flokka og vinna með tölvupóst.

Hæfniviðmið

Að auka færni í að nota Outlook til tímastjórnunar og skipulags.

Fyrirkomulag

Þátttakendur fá send námsgögn og vinna verkefni rafrænt. Námskeið stendur yfir í þrjár vikur auk þess sem stuðningstími er veittur að því loknu. Aðgangur að námsefni er opinn allt skólaárið. Nemendur sækja alla aðstoð við námið til kennara námskeiðsins í gegnum tölvupóst, kennari(hjá)nemandi.is eða þjónustusíma 788 8805 frá kl. 10-20 virka daga. Nánari upplýsingar veitir kennari námskeiðsins.

Helstu upplýsingar

  • Lengd
    18 klst.
  • Umsjón
    Bjartmar Þór Hulduson, tölvukennari
  • Staðsetning
    Vefnám - Upphaf námskeiðis er skráð 20. des. en skráning opnar 6. okt. og hægt að byrja hvenær sem hentar til og með 20. des.
  • Tegund
    Fjarnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Starfsmenn dómstólanna
  • Gott að vita

    Námskeiðið er vefnámskeið, sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er. Mikill sveigjanleiki.

    Námskeiðið er aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu en Dómstólasýslan greiði fyrir aðra. Námskeiðið er aðeins ætlað þeim sem boðaðir hafa verið á það. 

Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Verkefnaskil
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    soffia(hjá)smennt.is

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
20.12.2021OutlookBjartmar Þór Hulduson