Þema I - Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok

Hér er farið yfir helstu reglur sem gilda um ráðningar starfsmanna, t.d. auglýsingaskyldu, veitingarvaldið, málsmeðferð og ákvörðun um ráðningu. Gerð verður grein fyrir stjórnunar­rétti vinnuveitenda og starfsskyldum starfsmanna, m.a. verður fjallað um vinnuskyldu, hlýðniskyldu, þagnarskyldu, heimild til breytinga á störfum og reglur sem gilda um áminningar. Þá verður fjallað um siðareglur í starfi og samfélagslega ábyrgð starfsstétta auk þess sem kynnt verður mikilvægi siðareglna innan stjórnsýslunnar. Þá verður og fjallað um ástæður starfsloka, niðurlagningu starfa við sameiningu stofnana, niðurlagningu starfa vegna samdráttar í starfssemi, biðlaun og aðilaskiptalögin.

Markmið

Að fá almenna þekkingu á reglum um ráðningar starfsmanna, starfsskyldur þeirra, breytingar á störfum og áminningar.

Að þekkja stjórnunarrétt vinnuveitenda og almennar siðareglur starfa og samfélagslegt mikilvægi þeirra.

Að þekkja hvaða lögmætar ástæður geta búið að baki starfslokum starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum og kunni skil á þeim reglum sem gilda um þau.

Fyrirkomulag

Fyrirlestur og umræður.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  17. , 19. og 24. október 2022, frá kl. 9:00 - 12:00 alla dagana.
 • Lengd
  9 klst.
 • Umsjón
  Sara Lind Guðbergsdóttir
 • Staðsetning
  Vefnám.
 • Tegund
  Námskeið
 • Verð
  49.500 kr.
 • Markhópur
  Launafulltrúar og þeir sem koma að starfsmanna- og kjaramálum.
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
  bjorg(hjá)smennt.is
  550 0060
 • Mat
  90% mæting.

Gott að vita

Markmiðið með náminu er að svara brýnni þörf fyrir fræðslu um launamál og launaafgreiðslu og tengja það við kjarasamninga og regluverk í starfsmannamálum og á þann hátt að efla sérfræðiþekkingu starfsfólks.

Dagskrá

DagsetningNámsþátturFráTilKennari
17.10.2022Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
19.10.2022Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir
24.10.2022Upphaf starfs, starfsskyldur og starfslok09:0012:00Sara Lind Guðbergsdóttir