20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Fjallað er um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru ýmis gagnleg ráð til að hafa samtöl faglegri og um leið hnitmiðaðri. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma. Námskeiðið er byggt upp með leiknum vídeóum, krossaspurningum og verkefnum.

Þátttakendur fá rafbókina 20 góð ráð í þjónustusímsvörun og gátlista yfir lykilþætti í þjónustusímsvörun. Nánari upplýsingar um bókina má sjá á www.gerumbetur.is. Þátttakendur fá einnig, fjórum vikum eftir námskeiðslok sendan tölvupóst með áminningu um mikilvæga þætti í þjónustusímsvörun.

Námskeiðið er opið í fjórar vikur.

Hæfniviðmið

Að geta stýrt og stytt samtöl.

Að þekkja algeng mistök í þjónustusímsvörun.

Að læra ýmis ráð í samskiptum við erfiða einstaklinga.

Að efla öryggi í samskiptum og fagmennsku.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er byggt upp með leiknum myndböndum, krossaspurningum og verkefnum.

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Miðvikudagur 12. október 2022
 • Lengd
  10 klst.
 • Umsjón
  Margrét Reynisdóttir
 • Staðsetning
  Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  18.500 kr.
 • Markhópur
  Námskeiðið er opið öllum
 • Tengiliður námskeiðs
  Björg Valsdóttir
 • Mat
  Skila þarf verkefnum fjórum vikum eftir að námskeið hefst.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!

Gott að vita

Starfrænt nám er hægt að stunda hvar og hvenær sem er.

Ummæli

Mér fannst námskeiðið mjög gagnleg og skemmtileg. Eins var gott að vinna þau rafrænt og fá að velja þann tíma sem hentar.

– Kolbrún Sigmundsdóttir

Þetta er námskeið sem ég hvet aðra til að taka.

– Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, ráðgjafi hjá Íbúðalánasjóði

Takk fyrir mig, mjög gott námskeið og ég sé líka að ég hef eitthvað gert rétt í gegnum árin en alltaf má bæta sig.

– Brynhildur Baldursdóttir

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
12.10.202220 góð ráð í þjónustusímsvörunMargrét Reynisdóttir