Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólk

Námskeið á vegum Akademías fyrir þau sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við a leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreiningi þar sem hlutlaus sáttamiðlari aðstoðar aðila við að finna sínar eigin lausnir. Fjallað er um hugmyndafræði sáttamiðlunar, sáttamiðlunarferlið, hlutverk sáttamiðlara og hvaða verkfæri sáttamiðlari nýtir til þess að hjálpa fólki við að leysa úr ágreiningi sínum.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvað er sáttamiðlun
 • Hugmyndafræði sáttamiðlunar
 • Sáttamiðlunarferlið: Undirbúningur fyrir sáttamiðlun, 6 skref sáttafundar, Samkomulag í sáttamiðlun
 • Kostir sáttamiðlunar
 • Hlutverk sáttamiðlara
 • Eiginleikar sáttamiðlara
 • Verkfæri sáttamiðlara: samningatækni, spurningatækni, undirliggjandi ástæður ágreinings, umorðun, samantekt, traust,lausnamiðuð hugsun

Fyrirkomulag

Þú færð sendan póst tveimur virkum dögum eftir skráningu með kóða sem veitir aðgang að námskeiðinu. Þú hefur aðgang að efninu í 12 mánuði og getur horft á efnið og lært eins oft og þú kýst á meðan. Námið skiptist í sjö hluta og er um klukkustund að lengd

Helstu upplýsingar

 • Tími
  Skráning er opin til 15. desember en upphafið er valfrjálst.
 • Lengd
  1 klst.
 • Umsjón
  Lilja Bjarnardóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur
 • Staðsetning
  Vefnám utan rauntíma sem hægt er að nálgast hvar og hvenær sem er á námstímanum
 • Tegund
  Fjarnám
 • Verð
  Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
 • Markhópur
  Fyrir þau sem vilja kynna sér aðferðafræði sáttamiðlunar og öðlast verkfæri til þess að aðstoða fólk við að leysa úr ágreinings- og deilumálum á vinnustöðum og víðar.
 • Gott að vita
  Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá Akademias og greiða fullt gjald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
 • Mat
  Þátttaka
 • Tengiliður námskeiðs
  Soffía G. Santacroce

Dagskrá

DagsetningDagskráKennari
15.12.2022Sáttamiðlun fyrir stjórnendur og starfsfólkLilja Bjarnardóttir