Meðvirkni á vinnustað

Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi. 

Meðal hugtaka sem unnið er með eru styrkleikar og skuggahliðar, árangursrík hegðun, meðvirkni og endurgjöf. Þátttakendur eru leiddir áfram í því verkefni að greina möguleg meðvirknimynstur sem hafa skapast á vinnustaðnum og kynntar eru til leiks einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað. 

Athugið að námskeiði er staðbundið, ekki verður kennt í gegnum vefinn.

Fyrirkomulag

Umræða og verkefni.

Helstu upplýsingar

  • Tími
    Miðvikudagur 6. október kl. 08:15 - 11:15
  • Lengd
    3 klst.
  • Umsjón
    Sigríður Indriðadóttir, mannauðsfræðingur
  • Staðsetning
    SÍMEY Þórsstíg 4, Akureyri
  • Tegund
    Staðnám
  • Verð
    Án kostnaðar / Námskeiðið er félagsfólki aðildarfélaga og samstarfssjóða að kostnaðarlausu
  • Markhópur
    Fyrir alla þá sem vilja skilja hvað meðvirkni er til að bæta vinnustaðarmenninguna.
  • Gott að vita
    Eingöngu félagsmenn aðildarfélaga Starfsmenntar geta skráð sig hér á námskeiðið. Aðrir verða að skrá sig hjá SÍMEY og greiða fullt gjald.
Skráningu á þetta námskeið hefur verið lokað!
  • Mat
    Mæting og þátttaka.
  • Tengiliður námskeiðs
    Soffía G. Santacroce
    smennt(hjá)smennt.is
    5500060

Dagskrá

DagsetningDagskráFráTilKennari
06.10.2021Meðvirkni á vinnustað08:1511:15Sigríður Indriðadóttir