Gerðu ráð fyrir breytingum - Vefnám 25. mars kl. 9:00-12:00
Örar breytingar eru hluti af nútíma vinnuumhverfi og skiptir miklu máli að geta tekist á við þær. Námskeiðið er ætlað þeim sem standa frammi fyrir breytingum, eru í breytingaferli eða eru að takast á við eftirmála breytinga. Unnið er með þætti eins og viðmót og eigin túlkun. Tækifæri geta falist í breytingum og getur jákvætt viðhorf gagnvart þeim falið í sér nýja og spennandi möguleika.
Námskeiðið verður í boði í fjarnámi í gegnum fjarfundakerfið Zoom sem margir þekkja í dag. Kerfið er einfalt í notkun en þátttakendur fá sendan hlekk í fundarboði sem þeir virkja þegar námskeiðið hefst. Nauðsynlegt er að hafa góða nettengingu, myndavél (nóg að hún sé innbyggð í tölvunni) og hljóðnema. Í Zoom fjarfundakerfinu sjá þátttakendur það sem fram fer á skjánum og geta einnig séð kennara og aðra þátttakendur, tekið þátt í umræðum og spjalli.
Markmið
Að skilja og þekkja ferli breytinga.
Að þekkja aðferðir og leiðir til að takast á við breytingar.
Að geta valið og hagnýtt þau verkfæri sem kynnt eru til að takast á við breytingar.
Fyrirkomulag
Fyrirlestur, umræður og verkefniHelstu upplýsingar
- TímiFimmtudagur 25. mars kl. 9:00-12:00
- Lengd3 klst.
- UmsjónSigríður Hulda Jónsdóttir sérfræðingur og eigandi SHJ ráðgjafar
- StaðsetningVefnámskeið
- TegundVefnámskeið
- Verð15.000 kr.
- MarkhópurNámskeiðið er opið öllum en aðildarfélögum Starfsmenntar að kostnaðarlausu.
- Tengiliður námskeiðsSólborg Alda Pétursdóttirsolborg(hjá)smennt.is
Gott að vita
Ummæli
Markvisst og skilvirkt námskeið. Kennarinn hafði góð tök á tækninni og hélt uppi lifandi umræðum.
Frábær kennari sem miðlar efninu á skýran og skipulagðan hátt.
Dagskrá
Dagsetning | Námsþáttur | Kennari |
---|---|---|
25.03.2021 | Að takast á við breytingar | Sigríður Hulda Jónsdóttir |